Aðalfundur 6 mars

Tilkynning

Aðalfundur Íslenska-Norska Félagsins í Suður-Rogalandi og Ryfylke verður haldinn föstudaginn 6. mars 2020, kl. 20:00 í Fagforbundets Hus, Bakergate 15 -4015 Stavanger.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
1. Skýrsla formanns fyrir árið 2019.
2. Bókhald fyrir árið 2019.
3.Kosningar: Kjósa á nýjan formann til 1 árs og stjórnarmeðlimi, varamenn, endurskoðendur og kjörstjórn til eins árs.
4. Fara yfir dagskrá 2020
5. Yfirsýn yfir Þorrablótið síðastliðinn febrúar

Á aðalfundinum verður boðið upp á léttar veitingar. Fólk getur tekið með sér drykkjarföng. Engin sala á drykkjum verður á staðnum.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært um að koma og vera með á aðalfundinum.
Stjórnin

Continue Reading Aðalfundur 6 mars

Þorrablót!

Kæru félagsmenn og allir hinir


Nú er komið að því! Upplýsingarnar sem allir hafa beðið eftir.

Hið árlega Þorrablót Islandsk-Norsk Forening for Sør-Rogaland og Ryfylke verður haldið laugardaginn 8. febrúar 2020 í Folkets Hus (Løkkeveien 22, 4008 Stavanger).

Húsið opnar kl. 18.00 og borðhald hefst ca kl.19.00.

Að venju verður þjóðlegur matur í boði, slátur, hangikjöt, sviðasulta, pungar, hákarl og harðfiskur, bjúgu, rúgbrauð og flatbrauð svo nokkuð sé nefnt.

Á eftir matinn verður dansað fram á rauða nótt.

Við erum svo heppin að í ár ætlar hinn margrómaði Skjöldur að vera veislustjóri(margir þekkja hann sem Mio). Hann ætlar svo að sjá um tónlistina, fjöldasönginn og að halda uppi stuðinu fram á rauða nótt.

Hann hefur fullt af reynslu úr skemmtanabransanum svo þetta verður frábært kvöld.

Seldir verða happdrættismiðar og dregið um kvöldið. Það er til mikils að vinna svo munið eftir pening, annarrs er líka hægt að vippsa.

Miðana er hægt að panta frá og með deginum í dag á kasserer@island-norge.no,

Borga verður miðana fyrir 5. febrúar með því að leggja inn á reikning félagsins nr: 3250 54 80200, eða í gegnum heimasíðuna okkar www.island-norge.no.

Munið að skrifa nöfnin á öllum þeim sem er verið að greiða fyrir i meldingu netbankans og skrifa út kvittun úr netbankanum sem gildir sem miði á Þorrablótið.

Miðaverð er kr.500,- fyrir félagsmenn og kr.650,- fyrir aðra. Verð fyrir félagsmenn gildir fyrir þá sem greitt hafa félagsgjöld/ársgjald fyrir árið 2019.

Ballið byrjar um kl 22.00

Þeir sem bara vilja koma á dansleikinn geta keypt miða við innganginn, 350 kr. Þá verður að taka með pening eða borga með vipps (en ekki er hægt að borga innganginn með korti).

Það verða nú alltaf að vera einhverjar reglur, er það ekki…
# Greiddir miðar verða ekki endurgreiddir.
# Aldurstakmark er 18 ára.
# Miðaverð innheldur ekki drykki
# Það er ekki leyfilegt að taka með sér áfengi á Þorrablótið.

Takið með góða skapið og peninga/seðla til að kaupa lodd, einnig hægt að borga med vipps.

Ath. Barinn tekur við kortum.

Stuðkveðja
Stjórnin

Continue Reading Þorrablót!

Kolaportið

Kolaportið mætir aftur til leiks 😊
Þar sem að þetta gekk svo vel í fyrra ákváðum viða ð slá til og gera þetta að árlegum viðburði.
Kolaportið/markaðsdagurinn verður haldinn sunnudaginn 17 nóvember milli kl.13 og 16 i tjensvoll bydelshus .
Í ár verður þetta þannig að meðlimir í félaginu fá „bás“ frítt en þeir sem eru ekki skráðir meðlimir greiða 50 kr.
Eins og í fyrra verður þetta þannig að þið ráðið hvað þið seljið, notað – nýtt – þjónusta – og það sem þið viljið.
Um að gera að nýta sér þessa aðstöðu, komið og kynnist öðrum íslendingum og norðmönnum.
Skráning fer fram í gegnum kasserer@island-norge.no
Kaffisala verður á staðnum, hægt að borga með pening og vipps 😊
Hlökkum til að sjá ykkur
Með bestu kveðju stjórnin

Hei alle sammen

Continue Reading Kolaportið

Haust- og vetrardagskrá

Nú er haustið að skella á okkur og þá er um að gera að senda út smá dagskrá um það sem verður um að vera hjá okkur fram yfir jól.

Við komum til með að búa til viðburði á facebook og auglýsa hérna á síðunni.

Vegna gífurlegra vinsælda á markaðinum okkar síðasta haust, ákváðum við að hafa aftur markað.
Að þessu sinni verður „Kolaportið“ haldið 17 nóvember, takið daginn frá 🙂 Það verður haldið í Tjensvoll bydelshus eins og síðast.

Jólaball verður haldið 8 desember en staðsetning verður auglýst síðar.

Jólatónleikar, spilakvöld, göngur svo eitthvað sé nefnt!
Því fleiri sem skrá sig og borga félagsgjöldin, því meira og stærra getum við gert til að koma hópnum saman 🙂

Hlökkum til frábærs samstarfs á komandi hausti/vetri og vonum að sem flestir skrái sig í félagið.

Kær kveðja
Stjórnin

Continue Reading Haust- og vetrardagskrá