Haust- og vetrardagskrá

Nú er haustið að skella á okkur og þá er um að gera að senda út smá dagskrá um það sem verður um að vera hjá okkur fram yfir jól.

Við komum til með að búa til viðburði á facebook og auglýsa hérna á síðunni.

Vegna gífurlegra vinsælda á markaðinum okkar síðasta haust, ákváðum við að hafa aftur markað.
Að þessu sinni verður „Kolaportið“ haldið 17 nóvember, takið daginn frá 🙂 Það verður haldið í Tjensvoll bydelshus eins og síðast.

Jólaball verður haldið 8 desember en staðsetning verður auglýst síðar.

Jólatónleikar, spilakvöld, göngur svo eitthvað sé nefnt!
Því fleiri sem skrá sig og borga félagsgjöldin, því meira og stærra getum við gert til að koma hópnum saman 🙂

Hlökkum til frábærs samstarfs á komandi hausti/vetri og vonum að sem flestir skrái sig í félagið.

Kær kveðja
Stjórnin