Um Félagið

Íslenska – norska félagið í Suður Rogalandi og Ryfylke hefur verið starfrækt síðan 1952. Markmið félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunum íslendinga á svæðinu og efla samheldni og félagslíf þeirra.  Félagið stendur fyrir fleiri samkomum yfir árið m.a. 17.júní hátíð, jólaball, þorrablót og öðrum fjölskyldusamkomum.

Allir sem þess óska geta gerst meðlimir. Til að gerast félagar sendið nafn, heimilisfang og netfang til stjorn@island-norge.no. Ársgjald frá og með árinu 2018 verður kr.400,- fyrir fjölskyldu og kr.275,- fyrir einstakling. Hægt er að borga félagsgjöldin inn á reikning nr. 3250-54-80200

Stjórnendur Island-Norge