Fjölskyldudagar

Jæja þá er komið að árlega fjölskyldudeginum hjá Íslendingafélaginu sem verður á sunnudaginn 29.april.
Að þessu sinni ætlum við að fara út í Kvitsøy. Þar er bæði falleg lítil sandströnd, grillaðstaða og leikvöllur. Þar ætlum við að vera með einhverja leiki, grilla pylsur og eiga frábæran dag saman 🙂
Fyrir áhugasama er einnig gaman að taka göngu um eyjuna. Stórbrotið landslag og fallegar bryggjur. 

Ferjan fer klukkan 13 frá Mekjarvik og tilbaka klukkan 16 og 18
Við mælum með að skilja bílinn eftir í Mekjarvik, það er einungis 5 mín ganga frá ferjunni 😉 og ódýrara… 56 kr fyrir fullorðna og 28 fyrir börn (4-16 ára) börn yngri en 4 fá ókeypis 🙂

Grillið er heitt ef einhverjir vilja grilla eitthvað annað en pylsur.

Það sem þið getið þá tekið með er: handklæði (fyrir ströndina), veiðistöng, björgunarvesti, drykkjarföng, eitthvað til að sitja á og góða skapið.

Vonumst til að sjá sem flesta og endilega skráið ykkur svo við vitum hvað við eigum að kaupa margar pylsur 😉
Kveðja Stjórnin