Fréttir á Íslensku

Fjölskyldudagar

Jæja þá er komið að árlega fjölskyldudeginum hjá Íslendingafélaginu sem verður á sunnudaginn 29.april.
Að þessu sinni ætlum við að fara út í Kvitsøy. Þar er bæði falleg lítil sandströnd, grillaðstaða og leikvöllur. Þar ætlum við að vera með einhverja leiki, grilla pylsur og eiga frábæran dag saman 🙂
Fyrir áhugasama er einnig gaman að taka göngu um eyjuna. Stórbrotið landslag og fallegar bryggjur. 

Ferjan fer klukkan 13 frá Mekjarvik og tilbaka klukkan 16 og 18
Við mælum með að skilja bílinn eftir í Mekjarvik, það er einungis 5 mín ganga frá ferjunni 😉 og ódýrara… 56 kr fyrir fullorðna og 28 fyrir börn (4-16 ára) börn yngri en 4 fá ókeypis 🙂

Grillið er heitt ef einhverjir vilja grilla eitthvað annað en pylsur.

Það sem þið getið þá tekið með er: handklæði (fyrir ströndina), veiðistöng, björgunarvesti, drykkjarföng, eitthvað til að sitja á og góða skapið.

Vonumst til að sjá sem flesta og endilega skráið ykkur svo við vitum hvað við eigum að kaupa margar pylsur 😉
Kveðja Stjórnin

Continue Reading Fjölskyldudagar

Þorrablót 2019

Gleðilegt nýtt ár kæru félagsmenn og aðrir
Nú er komið að því!

Hið árlega Þorrablót Islandsk-Norsk Forening for Sør-Rogaland og Ryfylke verður haldið laugardaginn 16. febrúar 2018 í Folkets Hus (Løkkeveien 22, 4008 Stavanger).

Húsið opnar kl. 18.00 og borðhald hefst ca kl.19.00.

Að venju verður þjóðlegur matur í boði, slátur, hangikjöt, sviðasulta, pungar, hákarl og harðfiskur, bjúgu, rúgbrauð og flatbrauð svo nokkuð sé nefnt.

Á eftir matinn verður dansað fram á rauða nótt.

Hin frábæra hljómsveit; Stuðband Benna Sig. kemur aftur frá Vestfjörðum og ætlar að halda uppi fjörinu. Þeir munu taka alla slagarana sem tilheyra góðu þorrablóti eins og í fyrra á mjög svo vel heppnuðu blóti.

Seldir verða happdrættismiðar og dregið um kvöldið. Það er til mikils að vinna svo munið eftir pening.

Miðana er hægt að panta frá og með deginum í dag á kasserer@island-norge.no en borga verður miðana fyrir 5. febrúar með því að leggja inn á reikning félagsins nr: 3250 54 80200. Munið að skrifa nöfnin á öllum þeim sem er verið að greiða fyrir i meldingu netbankans og skrifa út kvittun úr netbankanum sem gildir sem miði á Þorrablótið.

Miðaverð er kr.500,- fyrir félagsmenn og kr.650,- fyrir aðra. Verð fyrir félagsmenn gildir fyrir þá sem greitt hafa félagsgjöld/ársgjald fyrir árið 2018.

Þeir sem bara vilja koma á dansleikinn geta keypt miða við innganginn, (taka með peninga ekki hægt að borga innganginn með korti), sem kostar kr.350,- Ballið byrjar um kl 22.00.

Verðum í samstarfi við Clarion Hotell Stavanger. 
Verð 885 kr fyrir standardrom og 985 kr fyrir superiorrom. 
Verðið gildir fyrir eina nótt
Það þarf að gefa upp kóda við pöntun: bookingkode „GR008758“ 
Panta þarf með því að hringja í 51 50 25 31 eða senda e-post cl.stavanger@choice.no.

Nokkrir minnispunktar…
# Greiddir miðar verða ekki endurgreiddir.
# Aldurstakmark er 18 ára. 
# Miðaverð innheldur ekki drykki 
# Það er ekki leyfilegt að taka með sér áfengi á Þorrablótið.

Takið með góða skapið og peninga/seðla til að kaupa lodd. 
Ath. Barinn tekur við kortum.

Stuðkveðja
Stjórnin

Continue Reading Þorrablót 2019

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Íslenska-Norska Félagsins í Suður-Rogalandi og Ryfylke verður haldinn föstudaginn 15. mars 2019, kl. 20:00 í Fagforbundets Hus, Bakergate 15 -4015 Stavanger.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf

  1. Skýrsla formanns fyrir árið 2018
  2. Bókhald fyrir árið 2018.
  3. Nýtt ársgjald. Fyrir liggur tillaga frá stjórn um nýtt ársgjald.
  4. Kosningar: Kjósa á gjaldkera og varafomann til 2 ára og stjórnarmeðlimi, varamenn, endurskoðendur og kjörstjórn til eins árs. Núverandi formaður biðst lausnar og kjósa verður því nýjan formann til eins árs.

Á aðalfundinum verður boðið upp á léttar veitingar. Fólk getur tekið með sér drykkjarföng. Engin sala á drykkjum verður á staðnum.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært um að koma og vera með á aðalfundinum.

Stjórnin

Continue Reading Aðalfundur 2018

17. Júní 2019

Í ár ætlum við að halda upp á 17 júní þann 16 júní.
Sem og fyrri ár ætlum við að fara í skrúðgöngu frá Tollboden kl.13 og ganga saman með lúðrasveit upp í Bjerkstedparken.
Þar ætlum við að hafa rosalega gaman með hoppukastala fyrir börnin, leiki, grilla pylsur, andlitsmálning og fleiri skemmtilegheit 🙂
Endilega látið sjá ykkur bæði í göngunni og í parken 😀

Continue Reading 17. Júní 2019

Tónleikar!

Katla Björk Rannversdóttir, Kristin Magdalena Ágústsdóttir og Sólrún Bragadóttir er islandske sangerinner.  To bor i Norge og en i Italia..  Gróa Hreinsdóttir er pianist og organist som bor i Drammen.  Sammen skal de synge konsert med elskede islandske låter i tre forskjellige kirker i Norge. Kom og nyd samvær med dem og vakker islandsk musikk.

Continue Reading Tónleikar!